29.07.2010
Mennta- og
menningarmálaráðuneytið hefur birt drög að nýjum almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla á vefsvæði sínu.
Skipaður var starfshópur á vegum ráðuneytisins í byrjun þessa árs til að endurskoða gildandi aðalnámskrá með
hliðsjón af nýrri menntastefnu. Um er að ræða drög sem enn eru í vinnslu. Ráðuneytið óskar eftir viðbrögðum
hagsmunaaðila og þess er vænst að starfsmenn skóla, foreldrar, nemendur, sveitarstjórnir og aðrir bregðist við og sendi inn athugasemdir eða
umsögn um drögin. Nánari upplýsingar, svo og ritið sjálft, má nálgast á vefslóðinni http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/306