Ný leiktæki í útiskólanum

Svokölluð þeytivinda
Svokölluð þeytivinda
Það er helst að frétta úr útiskólanum okkar í Naustaborgum að tvö leiktæki hafa bæst við. Um er að ræða svokallaða þeytivindu, en hún er þannig að smíðaður var fleki utan um tré og bönd sett á allar fjórar hliðarnar, þau eru svo hengd upp í tré. Svo er hægt að hlaupa í hringi með flekann og vefjast þá kaðlarnir utan um tréð. Þegar sleppt er snýst flekinn til baka með tilheyrandi skemmtan. Einnig hafa verið settar upp tvær rólur önnur venjuleg með tveimur kaðalspottum en hin með einum sem gengur í gegnum miðja spýtu. Þessi tæki eru búin til úr efni sem kemur frá skóginum og unnin af börnum og unglingum í Lundar- og Naustaskóla.  Smellið hér til að skoða myndir af tækjunum en hér er tengill á heimasíðu útiskólans.