30.04.2010
Nú hafa verið ráðnir fjórir
nýir starfsmenn að skólanum fyrir næsta vetur. Það eru Aðalheiður Skúladóttir, Freydís Þorvaldsdóttir, Hafdís
Björg Bjarnadóttir og Yrsa Hörn Helgadóttir. Aðalheiður kemur frá Lundarskóla þar sem hún hefur starfað lengi sem kennari,
hún verður námsráðgjafi hjá okkur en mun einnig kenna 6.-7. bekk næsta vetur. Freydís kemur líka úr Lundarskóla eftir
langan kennsluferil þar, hún verður umsjónarkennari í 1. bekk næsta vetur. Hafdís Björg starfar nú í Síðuskóla en
hefur að baki fjölbreytta reynslu af skólastarfi, hún er þroskaþjálfi og mun starfa að mestu með 1. bekk næsta vetur. Yrsa Hörn kemur
frá Þelamerkurskóla, hún er sérkennari með fjölbreytta reynslu að baki og mun starfa sem umsjónarkennari í 2.-3. bekk næsta vetur.
Við bjóðum þær velkomnar í hópinn og væntum mikils af samstarfinu við þær um ókomna tíð..