Nýr skólastjóri við Naustaskóla

Fréttatilkynning á heimasíðu skóladeildar

Nýr skólastjóri Naustaskóla

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra við Naustaskóla en fræðslustjóri gerði að tillögu sinni að Bryndís Björnsdóttir, starfandi deildarstjóri, yrði ráðin sem skólastjóri.

Bryndís var valin úr hæfum hópi umsækjenda en alls bárust fimm umsóknir um stöðu skólastjóra í Naustaskóla. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur, leitað umsagna og formlegt og ítarlegt mat fór fram. Formaður skólanefndar sat viðtölin og var tillaga fræðslustjóra borin upp við skólanefnd sem samþykkti valið.

Bryndís Björnsdóttir er menntaður þroskaþjálfi, með BA.-próf í sérkennslufræðum og M.Ed.-próf í menntunarfræðum. Bryndís hefur langa starfsreynslu, bæði sem kennari og stjórnandi og hefur starfað sem deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Naustaskóla frá upphafi. Bryndís mun formlega taka við starfi skólastjóra Naustaskóla 1. ágúst næstkomandi.

Við óskum Bryndísi innilega til hamingju með stöðuna og óskum henni jafnframt velfarnaðar í spennandi og krefjandi starfi í framsæknum skóla sem er í stöðugri þróun.

 

 

Kærleikskveðja,

 

Soffía Vagnsdóttir

Fræðslustjóri Akureyrar

netfang: soffiav@akureyri.is