Nýr inngangskafli aðalnámskrár

Í drögum að aðalnámskrá grunnskóla sem birt voru á vefsíðu menntamálaráðuneytisins í júlí 2010, er að finna nánari útfærslu á ákvæðum laga og reglugerða um nám og kennslu í grunnskóla. Í námskránni er meðal annars að finna almenna umfjöllun um hlutverk grunnskólans, inntak og skipulag náms og áhersluþætti í aðalnámskrá. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 1. nóvember 2010. Verið er að vinna úr innsendum athugasemdum og verða endurskoðuð drög birt á vefsvæði ráðuneytisins.Á vefsíðu ráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/drog-ad-nyjum-namskram/ eru nú birt til umsagnar drög að sameiginlegum inngangskafla fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar er fjallað um hlutverk aðalnámskrár, almenna menntun og gæðaeftirlit. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. desember 2010.