Nýsköpunarverkefni á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi spreyttu sig á því verkefni í síðustu viku að þjálfa ímyndunaraflið og sköpunarhæfnina með því að búa til sem frumlegasta hluti úr endurunnu efni.  Þau fengu mjólkurfernu, eggjabakka, smá límband, plast og tappa og áttu að búa til eitthvað nýtt, frumlegt og nytsamlegt og kynna svo hugmyndina sína fyrir öllum hópnum.  Þarna gat að líta hinar ýmsustu smíð og með því að smella hér má sjá nokkur dæmi um afurðirnar og frá vinnunni..