10.10.2013
Nú er Mentor að hefja innleiðingu á nýrri kynslóð vefkerfisins
en fyrsti liður í því er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.
Naustaskóli er einn fjögurra skóla sem ætlar að prófa nýja viðmótið en aðrir skólar munu fylgja í kjölfarið
síðar í október. Við biðjum foreldra um að kíkja endilega á fjölskylduvefinn en láta vita ef upp koma vandræði við notkun
vefsins. Netfangið hjá þjónustudeild Mentors er hjalp@mentor.is
Á slóðinni hér fyrir neðan má sjá myndband sem gefur notendum kost á að skoða í hverju breytingarnar eru fólgnar: http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ