Skólar setja sér reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefningar eru óháðar aldri. Viðurkenningu má veita fyrir góðan námsárangur, góðar framfarir í námi, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun.
Tilnefningar skulu berist rafrænt fyrir 9. maí ár hvert. Viðurkenningar verði afhentar í lok skólaársins og verður tímasetning auglýst í maí ár hvert. Valnefnd verður skipuð einum fulltrúa úr skólanefnd, einu foreldri sem tilnefnt er af Samtaka og foreldrum leikskólabarna og einum fulltrúa frá Skólaþróunarsviði HA. Fræðslustjóri er starfsmaður valnefndar.
Hægt er að leggja inn tilnefningu á vefsíðu skóladeildar.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is