14.02.2012
PMT foreldranámskeið fyrir foreldra barna með
ofvirkni og/eða athyglisbrest hefst í mars nk. Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem
stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna námskeið foreldrahópa, einu sinni
í viku. Sótt er um á tilvísanablöðum sem hægt er að nálgast í skólum bæjarins eða hjá skólateymi
Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða
netfanginu thuridur@akureyri.is