Magni var magnaður að vanda!
Árshátíð skólans þann 21. nóvember tókst aldeilis prýðilega og fór í alla staði vel fram. Við notuðum
tækifærið um morguninn og héldum upp á 5 ára afmæli skólans með því að rifja upp gamla tíma og skoða m.a. myndir og
myndbönd frá fyrstu árum skólans. Því næst var hátíðleg stund þar sem nemendur gæddu sér á kökum og
kakói og að því loknu mætti Magni Ásgeirsson til okkar og reif svo sannarlega upp stemminguna með kröftugum söng. Þá gæddum
við okkur á lambasteik að hætti hússins og eftir hádegið voru svo sjálfar árshátíðarsýningarnar og
kaffihlaðborðin svignuðu undan kræsingunum. Hér
má sjá nokkrar myndir frá deginum, takk kærlega fyrir góðan dag!