Rafbókagjöf

Grunnskólanemum stendur til boða að nálgast átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson á rafbókaveitunni emma.is, og lesa eins og þá lystir.  Bækurnar höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1.-10. bekkjar.  Hugmyndin með þessari bókagjöf er að hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.  Einnig er í gangi "rafkápukeppni" þar sem skólakrökkum gefst kostur á að setjast niður og hanna nýjar bókakápur á sex af bókum Þorgríms.  Nánari upplýsingar má finna á síðunni  www.emma.is/rafkapur