Það er töluvert um heimsóknir hjá okkur þessa dagana, í síðustu viku kom Ævar vísindamaður og las úr nýrri bók sinni fyrir 4.-7. bekk. Fyrir nokkru kom Arnar Már Arngrímsson og las fyrir unglingastigið úr bókinni Sölvasaga unglings og þann 4. des eigum við von á Villa vísindamanni til okkar. Þar að auki hefur svo Menningarfélag Akureyrar boðið 2.-5. bekk að sjá sýninguna um Grýlu í Samkomuhúsinu og 1. bekk er boðið á tónleika í Hofi. Semsagt nóg um að vera.. Myndin til hliðar er frá heimsókn Ævars vísindamanns..