Samræming á matseðlum grunn- og leikskóla

Frá og með áramótum hefur verið ákveðið að hafa sama matseðilinn í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Megin markmiðið með þessari breytingu er að tryggja það að öll skólabörn fái hollan og næringarríkan hádegisverð. Matseðillinn mun rúlla í 7 vikur og verður sýnilegur á heimasíðum skólanna. Hægt verður að skoða matseðilinn fyrir hvern dag og sjá innihaldslýsingu hans og einnig útreiknuð  næringargildi hans sem unnin hafa verið af sérfræðingum.  Akureyrarbær hefur gert samning við birgja er annast sölu á kjötvörum, fiski og ávöxtum og grænmeti. Ákveðin krafa var gerð um gæði vörunnar og verður fylgst með að gæðin standist kröfurnar. Samið hefur verið við sérfræðinga um eftirlit með gæðum hráefnisins.                                                                                                 Skóladeild Akureyrar