Sigur í LEGO-keppninni

Sigurlið Naustaskóla
Sigurlið Naustaskóla
Lið Naustaskóla fór með sigur af hólmi í First Lego, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna sem fram fór í Háskólabíói 19. janúar.  Þetta var í fyrsta skipti sem skólinn tekur þátt í þessari skemmtilegu keppni og sannarlega glæsilegur árangur hjá nemendum okkar.  Hópur nemenda hefur unnið að verkefninu í haust en það voru að lokum 5 fulltrúar, þeir Almar, Brynjar, Elvar Orri, Júlíus og Magnús, sem héldu til Reykjavíkur í keppnina ásamt Magnúsi kennara sem hefur aðstoðað við undirbúninginn.  Þetta þýðir að lið skólans hefur unnið sér inn keppnisrétt í Evrópumóti First Lego sem fram fer í Þýskalandi í vor.  Hér má sjá frétt mbl.is um málið,   og hér má nálgast frétt ruv.is Til hamingju !!!