Sigurvegarar í leitinni að Grenndargralinu

Sóley og Heiðrún með Grenndargralið
Sóley og Heiðrún með Grenndargralið
Í haust hefur staðið yfir leit að Grenndargralinu með þátttöku frá nemendum á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar (sjá hér).  Nú er gripurinn fundinn og það eru tveir nemendur úr 8. bekk Naustaskóla, þær Heiðrún og Sóley, sem urðu hlutskarpastar í leiknum þetta árið!  Það munaði reyndar einungis 15 mínútum á þeim og næsta liði, þeim Ernu Kristínu og Stefaníu en þær unnu einmitt karamellukrukkuna fyrr á tímabilinu.  Við erum auðvitað rígmontin af þessum nemendum okkar og óskum þeim innilega til hamingju!