Sigurvegarar hæfileikakeppni starfsmanna -
Föstudagurinn 28. janúar var með óhefðbundnu sniði hjá okkur en þá var svokallaður "nemendadagur". Fulltrúar í
nemendaráði skólans höfðu áður skipulagt daginn en hann fólst í því að nemendaráðið tók við
stjórn efri hæðar skólans og stýrði skólastarfinu hjá 4.-8. bekk fyrir hádegi. Var ýmislegt brallað og fengu starfsmenn m.a.
að "kenna á eigin meðölum" og þurftu að þola útivist, gæðahring (bekkjarfund), danskennslu, íþróttakennslu og að taka
þátt í hæfileikakeppni. Nokkrar myndir eru komnar inn á vefinn þar sem má meðal annars sjá gæðahringinn, danskennsluna og
hæfileikakeppnina - smellið hér. Þetta var
stórskemmtilegur dagur og er líklega kominn til að vera sem árlegur viðburður í Naustaskóla..