Til foreldra og forráðamanna nemenda í Naustaskóla
Sælt veri fólkið
Árshátíðarvika í Naustaskóla dagana 29. - 31. mars.
Miðvikudaginn 29. mars bjóðum við foreldrum og aðstandendum að koma og sjá nemendur stíga á svið. En sýndar verða fjórar sýningar þann dag kl. 9:00, kl. 12:00, kl. 15:00 og kl. 18:00. Foreldrar fá sendar upplýsingar um í hvaða sýningarhópi þeirra börn eru og á hvað sýningum þau sýna. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar og rennur allur ágóði í ferðasjóð 10. bekkjar. Verð fyrir fullorðna er 1000 kr og fyrir börn 500 kr. - hægt verður að greiða með greiðslukorti.
Á miðvikudeginum - sýningardegi mæta nemendur einungis til að sýna en nemendur í 1. – 3. bekk geta verið í Frístund frá 8:00 – 13:00 þann dag, skráning er óþörf. Eftir hádegi er Frístund einungis opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Á fimmtudeginum er síðan seinni árshátíðardagurinn okkar sem við köllum gleðidag – þá skemmta nemendur og starfsfólk sér saman á fjölbreyttum stöðvum sem dreifast um skólann og lýkur skóla kl. 13:10 þann dag. Á föstudaginn ljúkum við þessari viku með rólegheitum inn á svæðum þar sem kennarar skipuleggja eitthvað skemmtilegt með nemendum. Við minnum á að skóla líkur kl. 12 á föstudaginn en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Gleðilega páska!
Stjórnendur Naustaskóla
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is