Skólabyrjun

Skólastarf hefst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst.  Tölvupóstur með upplýsingum um viðtölin verður sendur út mánudaginn 16. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. Foreldrar barna í 1.-4. bekk sem ætla að nýta sér þjónustu Frístundar í vetur eru beðnir um að staðfesta skráningu með undirskrift dvalarsamnings, 12. eða 13. ágúst kl. 10-14.  Þeir sem ekki  komast á þessum tíma eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi forstöðumann í síma 460-4111. Innkaupalista vegna námsgagna má nálgast hér.