12.08.2015
Skólasetning verður föstudaginn 21. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekkkl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk
Nemendur í 1. bekk og forráðamenn mæta í viðtöl á skólasetningardaginn eða mánudaginn 24. ágúst, tölvupóstur með
upplýsingum varðandi viðtölin hjá 1. bekk verður sendur út á næstu dögum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla þriðjudaginn 25. ágúst.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við
mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum.
Hér má finna fyrsta fréttabréf skólaársins en það hefur að geyma hagnýtar upplýsingar varðandi skólabyrjunina.