02.09.2014
Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í
Naustaskóla verður haldið þriðjudaginn 2. september kl. 17:30-20:00. Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema en
markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt.
Dagskrá þess verður sem hér segir:
Að byrja í grunnskóla - hvað þýðir það fyrir börnin okkar?
Grunnskólakerfið á Íslandi - yfirlit og upplýsingar
Naustaskóli / starfshættir / agastefna / kennsluaðferðir o.fl.
Samskipti heimila og skóla / upplýsingamiðlun - mentorkerfið o.fl.
Foreldrafélag / skólaráð / stoðþjónusta
Ætlast er til að fulltrúar nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið en aðrir eru að sjálfsögðu einnig velkomnir.
Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur og léttan málsverð fyrir þátttakendur og börn.