Þróun og breytingar í samfélaginu undanfarin ár hafa kallað á breytingar varðandi viðfangsefni og áhersluþætti skólaheilsugæslunnar. Um áhersluþætti skólaheilsugæslunnarmá lesa nánar á áðurnefndri heimasíðu Miðstöðvar heilsuverndar barna.
Skipulögð heilbrigðisfræðsla og hvatning til heilbrigðra lífshátta á nú að jafnaði að taka meiri tíma af starfi skólahjúkrunarfræðings. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börninum það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is