Kl. 10:00 nemendur í 2.- 5. bekkur. Nemendur mæta inn á sín svæði.
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Nemendur mæta inn á sín svæði.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Vegna fjölda smita í samfélaginu takmörkum við aðgang foreldra að skólanum. Foreldrum er ekki boðið að koma á skólasetningu að þessu sinn. Foreldrar 1. bekkjar mæta í viðtöl með börnum sínum en því miður getum við ekki leyft þeim að fylgja barni sínu inn í skólann fyrstu kennsludagana.
Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst þriðjudaginn 24. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 25. ágúst.
Frístund opnar mánudaginn 23. ágúst kl.8:00 fyrir börn í 1. bekk og kl. 13:10 fyrir börn sem skráð eru í Frístund.
Nánari upplýsingar um skráningu í frístund mun berast frá forstöðumanni frístundar.
Kveðja
Stjórnendur Naustaskóla
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is