Eitt af því sem nemendum stóð til boða á nemendadaginn var að taka þátt í skólaskákmóti. Það var
prýðileg þátttaka í mótinu og hart barist en að lokum fóru úrslit þannig að það var Guðmundur Tawan í 7. bekk
sem fór með sigur af hólmi og er því skólameistari Naustaskóla í skák vorið 2015. Í öðru sæti varð Einar
Logi í 7. bekk og í 3. sæti Aron Snær í 6. bekk. Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu..