Skólaskákmót Naustaskóla

Skólaskákmót var haldið 14. febrúar og voru keppendur 12 talsins, úr 3-6. bekk. Telfdar voru 5 umferðir og fengu þessir flesta vinninga: 1. Ásgeir Tumi Ingólfsson, 6. bekk   5 vinninga 2-3. Monika Birta Baldvinsdóttir 5. bekk og Elvar Orri Brynjarsson 6. bekk 3 vinninga 4-6. Ágústa Forberg 5. bekk, Kolfreyja Sól Bogadóttir 5. bekk og Haraldur Bolli Heimisson 3 bekk, 2,5 vinning.

Ásgeir Tumi sigraði á mótinu og er því skólaskákmeistari Naustaskóla 2011. Monika Birta hreppti silfurverðlaun og Elvar Orri bronsið. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta árangur í stúlknaflokki. Þar var Monika hlutskörpust, en þær Ágústa og Kolfreyja urðu í 2-3. sæti.

Við bendum svo á að skákæfingar fyrir börn eru haldnar á mánudögum kl. 16:30 í skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg (gengið inn að vestanverðu. Æfingarnar eru á vegum Skákfélags Akureyrar.

Öll börn sem áhuga hafa eru velkomin. Fyrstu tvö skiptin eru ókeypis, en æfingagjald eftir það er kr. 3.000 fyrir vormisseri.  Innifalið, auk kennslu, er ókeypis þátttaka í öðrum mótum Skákfélags Akureyrar.  Sjá nánar á heimasíðu félagsins http://www.skakfelag.blog.is