Ásgeir Tumi sigraði á mótinu og er því skólaskákmeistari Naustaskóla 2011. Monika Birta hreppti silfurverðlaun og Elvar Orri bronsið. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta árangur í stúlknaflokki. Þar var Monika hlutskörpust, en þær Ágústa og Kolfreyja urðu í 2-3. sæti.
Við bendum svo á að skákæfingar fyrir börn eru haldnar á mánudögum kl. 16:30 í skákheimilinu í Íþróttahöllinni við Skólastíg (gengið inn að vestanverðu. Æfingarnar eru á vegum Skákfélags Akureyrar.
Öll börn sem áhuga hafa eru velkomin. Fyrstu tvö skiptin eru ókeypis, en æfingagjald eftir það er kr. 3.000 fyrir vormisseri. Innifalið, auk kennslu, er ókeypis þátttaka í öðrum mótum Skákfélags Akureyrar. Sjá nánar á heimasíðu félagsins http://www.skakfelag.blog.is
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is