Skólaslit - vormarkaður

Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 3. júní kl. 13:00.  Nemendur mæta á heimasvæði þar sem vitnisburður verður afhentur, skólastjóri segir nokkur orð og að því búnu hefst sumarfríið! Á skólaslitadaginn föstudaginn 3. júní n.k. frá kl. 13-17 stendur til að hafa markaðsstemningu fyrir framan Naustaskóla. Hvetjum við sem flesta til þess að drífa nú í að taka til í geymslunni og koma með dót sem e.t.v. getur nýst einhverjum öðrum (föt, húsgögn, handverk, hvað sem er) og selja á vægu verði eða skipta fyrir annað.  Einnig væri gaman að einhverjir væru með kaffi, safa eða aðrar veitingar til sölu.  Svo má líka troða upp með tónlistaratriði, dans eða hvaðeina sem menn kunna að luma á.  Foreldrafélag Naustaskóla