Skólaþing

Málin rædd í umræðuhóp á skólaþingi
Málin rædd í umræðuhóp á skólaþingi
Nú erum við að gera fyrstu tilraunir okkar með að halda skólaþing.  Þau fara þannig fram að nemendur skiptast í hópa til að ræða ákveðin málefni, kynna svo niðurstöður og skiptast á skoðunum.  Krakkarnir í 4.-7. bekk eru að ræða um hvernig reglur þau vilja hafa í skólanum og hugmyndin er að á endanum verði til skólareglur sem allir hafa átt þátt í að búa til.  Hér má sjá nokkrar myndir frá umræðum í hópunum.