Skoppaðu á bókasafnið!

Amtsbókasafnið stendur fyrir lestrarátaki fyrir 6-12 ára krakka í sumar sem við hvetjum auðvitað alla til að taka þátt í!   Átakið er í gangi á Amtsbókasafninu frá 7. júní - 27. ágúst.  Það sem þarf að gera til að vera með er að "skoppa" á bókasafnið, velja sér bók og fá afhentan þátttökumiða, lesa bókina og fylla út þátttökumiðann, skila honum í þar til gerðan kassa, velja aðra bók og fá annan miða...  Hægt er að fá þátttökumiða með hverri bók sem tekin er og því fleiri miðum sem skilað er, þeim mun meiri möguleikar eru á að vera dreginn út í happdrætti í lok sumarsins.  Uppskeruhátíð verður svo haldin 4. september.