Stjörnuskoðunarnámskeið

Laugardaginn 5. mars verður haldið stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1. til 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í Kvosinni) laugardaginn 5. mars 2011 frá kl. 11:30–14:00. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu á námskeiðið. Í boði er 50% systkinaafsláttur ef fleiri en eitt barn koma á námskeiðið. Skráning fer fram á vefnum: http://www.astro.is/namskeid/krakka. Þar má einnig finna frekari upplýsingar.