Stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn

Um daginn var Galileo-sjónaukum dreift í alla grunnskóla á Norðurlandi í viðleitni til að efla áhuga barna á stjörnuskoðun og vísindum. Í framhaldi af því mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness standa fyrir krakkanámskeiði um stjörnuskoðun næstkomandi laugardag. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1. – 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í Kvosinni) laugardaginn 13. nóvember kl. 11:30-13:50 og námskeiðsgjald er 3000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu á námskeiðið. Allar frekari upplýsingar má finna hér:  http://www.astro.is/namskeid/krakka en athugið að eftir á að breyta tímasetningu á vefsíðunni, rétt tímasetning er kl. 11:30-13:50.  Leitast er við að fræða á lifandi og skemmtilegan hátt með hjálp myndefnis, tækja og tóla og farið verður í stjörnuskoðun um kvöldið ef veður leyfir.