Sigurvegarar í upplestrarkeppni 7. bekkjar í Naustaskóla
27. febrúar var hin árlega upplestrarhátíð 7. bekkjar í Naustaskóla, en hátíðin er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem
hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur með lokahátíð í Menntaskólanum þann 6. mars, þegar
fulltrúar 7. bekkja úr öllum skólum Akureyrar reyna með sér í upplestri og framsögn. Á hátíðinni okkar lásu
nemendur upp sögu og ljóð og stóðu sig allir með stakri prýði. Það voru svo þær Halldóra Snorradóttir og Kolfreyja
Sól Bogadóttir sem voru valdar sem fulltrúar Naustaskóla, en Katrín Línberg Guðnadóttir til vara.