Sigurvegarar keppninnar í ár
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2011 var haldin miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn. Keppnin var haldin í sal Menntaskólans
að viðstöddu fjölmenni. Þarna voru mættir til leiks fulltrúar 7. bekkinga úr öllum grunnskólunum á Akureyri. Fyrir hönd
Naustaskóla kepptu þeir Magnús Geir og Jakob Gísli en keppendur voru alls 17 í ár og stóðu þeir sig allir með miklum
sóma. Sigurvegarar þetta árið voru Fannar Már Jóhannsson nemandi í Lundarskóla í 1. sæti, Kristrún
Jóhannesdóttir Síðuskóla í 2. sæti og Urður Andradóttir úr Lundarskóla 3. sæti. Smellið hér til að sjá myndir frá hátíðinni..