Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin á sal skólans þann 25. febrúar.  Þar kepptu nemendur í upplestri og framsögn fyrir framan dómnefnd sem hafði það vandasama hlutverk að velja tvo fulltrúa skólans, og einn til vara, til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri, sem haldin verður þann 11. mars nk. í sal Menntaskólans.  Nemendur stóðu sig að venju afskaplega vel en að lokum urðu það þau Íris Orradóttir og Arnór Ísak Haddsson sem urðu fyrir valinu sem fulltrúar okkar, en Sigurður Bogi Ólafsson er varamaður.  Við erum stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar, óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í keppninni framundan.