Störf umsjónarmanns og ritara

Störf skólaritara og umsjónarmanns við Naustaskóla eru nú laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 22. maí nk.  Hægt er að sækja um störfin á umsóknavef Akureyrarbæjar. Starf skólaritara

Við Naustaskóla er laust til umsóknar starf skólaritara. Um er að ræða u.þ.b. 80% starf sem ráðið er í frá 1. ágúst nk.

Naustaskóli hefur starfsemi haustið 2009. Fyrsta veturinn verða um 130 nemendur og 20 starfsmenn við skólann. Upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðunni www.naustaskoli.is

Starf skólaritara felst m.a. í almennum skrifstofustörfum, símavörslu, skjalavörslu, skráningum, innkaupum, aðstoð og upplýsingagjöf til nemenda og foreldra, umsjón bókasafns o.fl.

Leitað er að aðila sem:
  • Er lipur í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að starfa með börnum og unglingum, reynsla af slíku starfi er kostur
  • Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði
  • Hefur nokkra þekkingu á tölvum og er vanur tölvuvinnu
  • Hefur a.m.k. stúdentspróf eða sambærilega menntun
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Jakobsson, skólastjóri, í síma: 460-1454 / 847-8812 og netfangi: agust@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 22. maí 2009



Starf umsjónarmanns skóla

Við Naustaskóla er laust til umsóknar starf umsjónarmanns skóla. Um er að ræða 100 % starf sem ráðið er í frá 1. ágúst nk.

Naustaskóli hefur starfsemi haustið 2009. Fyrsta veturinn verða um 130 nemendur og 20 starfsmenn við skólann. Upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðunni www.naustaskoli.is

Umsjónarmaður mun hafa umsjón með húseign skólans, tækjum og innanstokksmunum, annast viðhald, skipuleggja og hafa umsjón með ræstingum o.fl. Þá er gert ráð fyrir að umsjónarmaður muni annast samskipti og þjónustu við leikskólann Naustatjörn að nokkru leyti.

Leitað er að aðila sem:
  • Er lipur í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að starfa með börnum og unglingum, reynsla af slíku starfi er kostur
  • Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði
  • Hefur reynslu af verkstjórn
  • Þekking á tölvum/tæknibúnaði er kostur
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Jakobsson, skólastjóri, í síma: 460-1454 / 847-8812 og netfangi: agust@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 22. maí 2009