Stuttar kynningar á kennurum skólans

Eins og gefur að skilja eru margir forvitnir um þá kennara sem búið er að ráða að skólanum.  Hér á eftir má finna örstutta kynningu á hverjum og einum hinna 11 kennara ásamt myndum af þeim.

Ása Katrín Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1981. Hún er grunnskólakennari, með B.Ed. próf frá H.A. 2006. Er auk þess förðunarfræðingur. Hefur kennt við Hlíðarskóla undanfarin ár en hefur einnig starfað sem skíðakennari, við liðveislu o.fl.  Áformað er að hún verði umsjónarkennari í 6.-7. bekk og kenni auk þess handmennt.



Brynja Dögg Hermannsdóttir er fædd árið 1979. Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 2004, er nú búsett í Danmörku og stundar m.a. dönskunám. Kenndi við Rimaskóla í yngri bekkjum og á unglingastigi, hefur einnig starfað á leikskólanum Flúðum og víðar.  Áformað er að hún verði umsjónarkennari í 1. bekk.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er fæddur árið 1975. Hann er grunnskóla- og framhaldsskólakennari, með B.Ed. próf frá HA 2008 og BA próf í mannfræði frá HÍ 2007. Hefur auk þess stundað söngnám o.fl. Er nú kennari við Lundarskóla en hefur afar fjölbreytta reynslu að baki, hefur starfað víða um lönd og hefur auk kennslunnar starfað sem stuðningsfulltrúi og starfsmaður félagsmiðstöðvar.  Áformað er að hann kenni 2.-3. bekk og heimilisfræði.


Halla Jóhannesdóttir er fædd árið 1965.  Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 1993. Hefur auk þess stundað söngnám o.fl. Hún hefur kennt við Kirkjubæjarskóla, Grunnskóla Ólafsfjarðar og nú síðustu árin við Brekkuskóla en hefur auk þess starfað á leikskóla og víðar. Áformað er að hún kenni 2.-3. bekk, myndmennt o.fl.



Heimir Örn Árnason er fæddur árið 1979. Hann er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 2006. Hefur áður kennt í Lundarskóla en nú sl. 4 ár í Ingunnarskóla þar sem hann er stigstjóri í 4.-5. bekk. Áformað er að hann kenni 4.-5. bekk auk íþrótta o.fl.



Hjördís Óladóttir er fædd árið 1974. Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 2002 en hefur auk þess að baki nám í heimspeki við Háskólann í Tromsö. Hefur kennt við Ártúnsskóla, Áslandsskóla og Brekkuskóla. Áformað er að hún kenni 2.-3. bekk auk upplýsingatækni o.fl.



Hrafnhildur Georgsdóttir er fædd árið 1976.  Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 2000, próf í markaðsfræði frá Berkeley University – Hong Kong 2003, stundaði einnig nám við The art school of Hong Kong. Hefur kennt við Hrafnagilsskóla, Giljaskóla og kennir nú við Oddeyrarskóla. Áformað er að hún kenni 1. bekk auk ensku o.fl.



Karl Hallgrímsson er fæddur árið 1973. Hann er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 1997. Hefur kennt m.a. við Grundaskóla, Grunnskóla Bolungarvíkur og Grunnskóla Bláskógabyggðar en auk þess sinnt ýmsum störfum. Hefur mikla reynslu af tónmenntakennslu og vinnu með tónlist í skólastarfinu. Áformað er að hann kenni 6.-7. bekk auk tónmenntar o.fl.


Lilja Þorkelsdóttir er fædd árið 1968. Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá HA 2008. Kennir við Brekkuskóla en hefur einnig að baki mikla reynslu sem starfsmaður leikskóla og grunnskóla sem leiðbeinandi og stuðningsfulltrúi. Áformað er að hún kenni 1. bekk.



Sigurlaug Jónsdóttir er fædd árið 1957.  Hún er grunnskólakennari með B.Ed. próf frá KHÍ 1989 og viðbótarnám í listgreinum frá sama skóla 2002-2003. Hefur kennt við Grunnskóla Hellissands, Grunnskóla Ólafsvíkur, Foldaskóla og Öskjuhlíðarskóla þar sem hún hefur undanfarin 3 ár gegnt stöðu deildarstjóra. Áformað er að hún kenni 4.-5. bekk o.fl.



Örlygur Þór Helgason er fæddur árið 1978.  Hann ergrunnskólakennari/ framhaldsskólakennari með B.Sc próf í íþróttafræðum frá KHÍ 2004, en stundar nú framhaldsnám í stjórnun menntastofnana við HA. Hefur auk þess lokið miklum fjölda námskeiða sem varða kennslu og þjálfun. Hefur kennt við Brekkuskóla en hefur auk þess fjölþætta reynslu af starfi með börnum og unglingum m.a. sem forstöðumaður Íþrótta- og tómstundaskóla KA, sem yfirþjálfari yngri flokka, hefur kennt á þjálfaranámskeiðum ÍSÍ og starfað sem framkvæmdastjóri KA.  Áformað er að hann kenni íþróttir o.fl.