Styttist í að framkvæmdir hefjist að nýju!

Á stjórnarfundi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar föstudaginn 15. október sl. var eftirfarandi bókað í fyrsta lið fundarins þar sem rætt var um Naustaskóla: "Rætt um verkáætlun fyrir skólann. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafist verði handa við framkvæmdir á 2. áfanga við Naustaskóla á árinu 2011."   Enn er unnið að útfærslu á því hvernig framkvæmdin verður skipulögð en gert er ráð fyrir að byggingartíminn geti orðið 4 ár. Rætt hefur verið um að skólinn fái aukið húsnæði, þ.e. hluta 2. áfanga byggingarinnar til afnota haustið 2012.