Sumarlestur

Sumarnámskeiðið Sumarlestur – Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 15. skiptið. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarins.  Námskeiðin eru 8.-12.júní, 15-19.júní (frí 17.júní) og 22.-26.júní Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk, með áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Rauði þráður námskeiðsins er lestur. Þá er bæði átt við bóklestur en einnig læsi á umhverfið. Lesið verður í minjar og sögu, list og náttúru. Þannig er lesið í lífið og tilveruna alla námskeiðsdagana og jafnvel lengur því vonandi fylgir börnunum áfram sú meðvitund sem vaknar varðandi umhverfi þeirra og sögu. Undir leiðsögn safnfræðslufulltrúa kynnast börnin starfsemi Amtsbókasafnsins, Minjasafnsins og annarra menningarstofnanna. Börnin kynnast starfseminni sem þarna fer fram í samhengi við markmið námskeiðisins. Skráning hefst 26.maí,  kynningarefni verður dreift til nemenda í skólanum. Sé frekari upplýsinga óskað má hafa samband við safnfræðslufulltrúa safnanna Ragna Gestsdóttir á Minjasafninu á Akureyri á netfanginu ragna@minjasafnid.is Herdís Anna Friðfinnsdóttir á Amtsbókasafninu á netfanginu herdisf@akureyri.is