28.01.2010
Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri
tannverndarviku 1. - 5. febrúar. Að þessu sinni er lögð áhersla á tannvernd barna. Rannsóknir staðfesta að nú er meira um tannskemmdir
hjá börnum og ungmennum á Íslandi en áður. Þessar niðurstöður gefa tilefni til að efla þekkingu og vitund landsmanna á
tannheilbrigði og góðum neysluvenjum. Til þess þurfa sem flestir að leggja málinu lið. Með því að smella hér má nálgast upplýsingar um tannburstun sem er auðvitað
grundvallaratriði í tannvernd...