03.06.2011
Það var sannkallað táp og
fjör hjá okkur síðustu daga skólaársins og báru þeir því nafn með réttu. Þessa daga unnu nemendur í
aldursblönduðum hópum og fóru milli stöðva þar sem afar fjölbreytt verkefni voru í boði, t.d. handanudd, veggjamálun, söngur,
víðsjárskoðun, púsl, limbó, smíðar og fleira og fleira. Síðasti skóladagurinn var hins vegar hópeflisdagur þar sem
námshópar kvöddust og nýir mynduðust, 1. bekkur flutti til 2. bekkjar, 3. bekkur flutti upp á 2. hæðina þar sem 4. bekkur tók á
móti þeim, 5. bekkur flutti til 6. bekkjar og 7. bekkur til 8. bekkjar. Svo enduðum við í grillveislu í Kjarnaskógi. Hér má sjá nokkrar myndir frá "táp- og fjördögunum".