Það er líf og fjör í Naustaskóla þessa dagana. Í dag mánudag 21.nóv byrjuðu þemadagar sem standa fram á miðvikudag.
Þemadagarnir eru helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni.
Nemendum skólans er skipt niður á þrjú svæði og eru margar stöðvar á hverju svæði.
Vonandi verður þetta til að auðga kunnáttu nemenda og starfsfólks á Barnsáttmálanum.
Við endum síðan með Barnaþingi næstkomandi fimmtudag þar sem málefni sem nemendur hafa sjálfir komið með tillögur að, eru rædd.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is