Þemadagur

Miðvikudaginn 9. desember var hefðbundinni stundaskrá hent út í horn og nemendur unnu að hinum ýmsu viðfangsefnum á margvíslegum stöðvum.  Unnið var hálftíma á hverri stöð en nemendur máttu sjálfir velja sér stöðvar/viðfangsefni hverju sinni.  Foreldrafélagið bauð svo upp á kakó í nestistímanum, 10. bekkur seldi skúffukökur og allt saman gekk þetta eins og best var á kosið.  Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum..