06.08.2009
Eins og glöggt má sjá eru enn
nokkur handtök eftir við húsnæði og lóð áður en skólinn getur talist tilbúinn. Allt á þetta þó að hafast
í tæka tíð enda gert ráð fyrir að kraftur verði í framkvæmdunum næstu tvær vikurnar. Búnaður af ýmsu tagi er
nú að streyma í húsið, stjórnendur og húsvörður eru komin til starfa, kennarar, ritari og iðjuþjálfi mæta mánudaginn
10. ágúst og viku síðar, 17. ágúst, verða allir starfsmenn skólans komnir í húsið. Leikskóladeildin Fífilbrekka
hefur starfsemi á afmælisdegi Naustatjarnar 18. ágúst og Naustaskóli tekur svo formlega til starfa 24. ágúst. Foreldrum berast nánari
upplýsingar um skólabyrjunina á næstu dögum.