Tölvupóstmálin

Í samstarfi við mentor teljum við nú að við höfum komist fyrir vandamál í tölvupóstsendingum og eigum því von á að allir póstar séu farnir að berast frá skólanum, jafnt til g-mail notenda og annarra. Þó er rétt að minna g-mail notendur á að það kann að vera að póstar lendi í ruslpósti (junk-mail) og þá þarf að segja póstkerfinu að ekki sé um ruslpóst að ræða.    Ef einhverjir vakna upp við að þeir eru ekki að fá pósta frá skólanum, t.d. vikupósta umsjónarkennara sem að jafnaði eru sendir út á föstudögum, þá biðjum við viðkomandi um að gera okkur viðvart.