Markmiðið með heilsugæslu í skólum er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu skilyrði sem völ er á. Til þess að vinna að markmiði þessu er fylgst með börnunum svo að frávik finnist og viðeigandi ráðstafanir verði gerðar sem fyrst. Áherslan er lögð á að fyrst og fremst beri foreldrar ábyrgð á heilsu og þroska barna sinna, en starfslið heilsugæslu í skólum fræði, hvetji og styðji foreldra í hlutverki sínu. Á heimasíðu Miðstöðvar heilsuverndar barna http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=24má finna nánari upplýsingar um heilsugæslu í skólum og ráðleggingar til foreldra um heilbrigðistengd málefni.
Áherslan verður á heilsuverndarþáttinn, erfiðustu tilfellin varðandi langveik börn og þverfaglega vinnu. Viðvera skólahjúkrunarfræðinga í skólunum minnkar vegna fjárhagsaðstæðnaog nauðsynlegt er að hætta með opna tímann sem verið hefur. Það þýðir að nemendur geta ekki lengur leitað til skólahjúkrunarfræðings í viðtalstímunum sem verið hafa. Þessi breyting er forsenda þess að unnt sé að sinna áhersluþáttunum.
Skipulögð heilbrigðisfræðsla og hvatning til heilbrigðra lífshátta verður unnin eftir því sem unnt er. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Lýðheilsustöðvar. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.
Slys og óhöpp á skólatíma
Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðings að vera með slysamóttöku í skólanum. Skólahjúkrunarfræðingur veitir fyrstu hjálp þegar alvarlegri slys verða í skólanum og er starfsfólki skólans til stuðnings og ráðgjafar þegar upp koma veikindi og slys hjá nemendum, á þeim tíma sem hjúkrunarfræðingur er við störf.
Ef smáslys eða óhapp verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp.
Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu.
Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma
barnsins.
Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslunni. Foreldrum er bent á að snúa
sér til heimilslæknis og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri með heilsufarsmál sem ekki teljast til skólaheilsugæslu.
Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á líðan og heilbrigði barna sinna. Góð samvinna og gott upplýsingaflæði er mikilvægt til að starfsfólk skólaheilsugæslu geti sinnt starfi sínu sem best. Því eru foreldrar hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing skólans ef einhverjar breytingar verða hjá barninu sem gætu haft áhrif á andlegt, líkamlegt eða félagslegt heilbrigði þess. Að sjálfsögðu er fyllsta trúnaðar gætt um mál einstakra nemenda.
Vilji foreldrar/forráðamenn fá upplýsingar um einstök atriði, hvað varðar heilsugæsluna er þeim velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn.
Ef foreldrar/forráðamenn vilja ekki að börn þeirra taki þátt í einhverju af því sem skólaheilsugæslan bíður nemendum upp á, eru þeir beðnir um að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing sem fyrst. Ef ekkert heyrist frá foreldrum verður það skoðað sem samþykki.
Lyfjagjafir í skólum
Í tilmælum frá landlækni um lyfjagjafir í grunnskólum frá maí 1999 kemur meðal annars fram að foreldrum/forráðamönnum ber að afhenda hjúkrunarfræðingum þau lyf sem börn/unglingar eigi að fá í skólanum og að börn/unglingar skuli aldrei vera sendiboðar með lyf. Sjá nánari upplýsingar á http://www.landlaeknir.is/?PageID=350.
Foreldrar /forráðamenn þeirra barna/unglinga sem þurfa að taka lyf á skólatíma eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðinga skólans til skrafs og ráðagerða um hvernig best verði komið til móts við þessi tilmæli.
Lús
Við viljum minna fólk á að skoða reglulega hár barna sinna og láta skólahjúkrunarfræðing vita ef lús finnst. Við verðum að standa saman og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefta útbreiðslu þessa aðskotadýrs. Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að hafa samband við skólaheilsugæsluna nú í vetur sem endranær.
Nánari upplýsingar um lúsina er að finna á http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=2047og http://www.landlaeknir.is/?PageID=831.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is