13.05.2013
Í niðurstöðum könnunar meðal
foreldra á dögunum stakk í augun að töluvert færri foreldrum í Naustaskóla en annars staðar að meðaltali finnst heimanám nemenda
hæfilegt, og er mun stærri hluti hér en annars staðar sem finnst heimanámið of lítið. Í tilefni af þessu boðum við til
umræðufundar mánudaginn 13. maí kl. 17:00. Fulltrúi frá Háskólanum á Akureyri mun flytja erindi um
niðurstöður rannsókna á gagnsemi heimanáms en síðan er hugmyndin að ræða stefnu skólans í málinu og leitast við
að komast að niðurstöðu um hvort hún þarfnist breytinga eða nánari útfærslu. Allir áhugasamir foreldrar eru eindregið
hvattir til að mæta.