Kennarar óskast við Naustaskóla
Kennarar við skólann verða um 10 talsins. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst nk. Nauðsynlegt er að flestir þeir sem ráðnir verða geti annast jafnt bóklega kennslu sem kennslu í einhverri list- eða verkgrein, íþróttum eða sérkennslu. Umsækjendur eru beðnir um að gera vandlega grein fyrir sérþekkingu sinni eða hæfni í umsókninni.
Kennarar munu starfa í teymum og þurfa því að hafa til að bera framúrskarandi samskiptahæfni og áhuga á að starfa náið með öðru fólki. Kennsluréttindi á grunnskólastigi eru nauðsynleg og brennandi áhugi á skólastarfi og skólaþróun er algjört skilyrði.
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ágúst Jakobsson, skólastjóri, í síma: 460-1454 / 847-8812 og netfangi: agust@akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Umsóknarfrestur er til 5. mars 2009
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is