Umsóknarfrestur um kennarastöður framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um áður auglýstar kennarastöður við Naustaskóla til 5. mars nk. Umsóknarfrestur um stöðu deildarstjóra við skólann rennur út 26. febrúar.

Kennarar óskast við Naustaskóla

Kennarar við skólann verða um 10 talsins. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst nk. Nauðsynlegt er að flestir þeir sem ráðnir verða geti annast jafnt bóklega kennslu sem kennslu í einhverri list- eða verkgrein, íþróttum eða sérkennslu. Umsækjendur eru beðnir um að gera vandlega grein fyrir sérþekkingu sinni eða hæfni í umsókninni.

Kennarar munu starfa í teymum og þurfa því að hafa til að bera framúrskarandi samskiptahæfni og áhuga á að starfa náið með öðru fólki. Kennsluréttindi á grunnskólastigi eru nauðsynleg og brennandi áhugi á skólastarfi og skólaþróun er algjört skilyrði.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Ágúst Jakobsson, skólastjóri, í síma: 460-1454 / 847-8812 og netfangi:  agust@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 5. mars 2009