Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina

Þátttakendur með viðurkenningaspjöldin sín
Þátttakendur með viðurkenningaspjöldin sín
Í dag völdum við fulltrúa okkar fyrir stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin 17. mars nk. í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.  Allir nemendur okkar í 7. bekk tóku þátt og lásu upp texta fyrir dómara. Dómarar áttu erfitt með að velja úr þátttakendum þar sem allir stóðu sig mjög vel og komu greinilega vel undirbúnir til keppninnar. Þessir nemendur voru valdir sem fulltrúar Naustaskóla: Karen Bjarnadóttir Kristófer Alex Guðmundsson Aldís Rún Ásmundsdóttir - varamaður Þar sem Kristófer Alex gefur ekki kost á sér mun Hólmfríður Svala Jósepsdóttir koma inn sem varamaður.