Mánudaginn 23. maí helguðum við hluta dagsins söfnun og dagskrá í samvinnu við Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
Þá söfnuðu krakkarnir peningum með því að vinna ýmsar þrautir sem fólust í hreyfingu og líkamlegri áreynslu.
Þetta tókst stórvel þrátt fyrir þungbúið veður og kulda, og voru krakkarnir okkar afskaplega dugleg að hreyfa sig og erfiða í
þágu söfnunarinnar. Fjármunirnir sem safnast renna svo til Unicef þar sem þeir verða nýttir til að aðstoða börn víða um
heim með menntun, heilbrigðisþjónustu o.f. Þegar þetta er skrifað er söfnunarféð enn að safnast til okkar þannig að ekki er
vitað hversu mikið safnaðist í heildina.