07.06.2010
Um daginn tókum við þátt í verkefni með UNICEF
(Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) sem fólst í því að nemendur söfnuðu áheitum gegn því að vera dugleg að
hreyfa sig einn dagpart. Það er skemmst frá því að segja að allt tókst þetta afskaplega vel og krakkarnir voru bæði dugleg að
safna og hreyfa sig. Var niðurstaðan sú að rúmlega 130.000 kr. söfnuðust og renna þeir fjármunir að
sjálfsögðu til UNICEF hreyfingarinnar til að bæta lífskjör barna úti í heimi. Þar getur fjárhæð af þessu tagi gert
ótrúlega stóra hluti og mega nemendur okkar sannarlega vera stoltir af framlagi sínu þetta árið. Upplýsingar um UNICEF á Íslandi
má nálgast hér.