Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Sigurvegarar og dómnefnd
Sigurvegarar og dómnefnd
Nemendur í 7. bekk hafa í vetur unnið að því hörðum höndum að æfa sig í upplestri og framsögn.  Hápunktur þessarar vinnu var þegar haldin var Upplestrarkeppni 7. bekkjar þar sem nemendur fluttu texta og ljóð fyrir framan dómnefnd og áhorfendur.  Krakkarnir stóðu sig auðvitað öll frábærlega en það voru þau Ugla, Elvar og Enóla sem þóttu skara fram úr að þessu sinni.  Þau hljóta því þann heiður að verða fulltrúar Naustaskóla í Stóru upplestrarkeppninni á Akureyri sem fram fer þann 7. mars nk.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá keppninni..