Í dag fór fram kosning í nemendaráð Naustaskóla. Frambjóðendur stóðu sig með afbrigðum vel í kosningabaráttunni og lögðu sumir mikla vinnu í kynningar undanfarna daga með skemmtilegum plakötum og dreifibréfum. Í dag bauðst þeim svo að halda framboðsræðu á sal sem flestir nýttu sér og komu þar fram ýmis baráttumál, m.a. má nefna frjálsan tíma í frímínútum, hafa hamborgara oftar í matinn og nammidaga í skólanum! Í kjölfarið fóru fram spennandi kosningar. Kosnir voru fulltrúar allra bekkja og úrslit urðu sem hér segir:
10. bekkur - Birgir Baldvinsson (varamaður Brynjólfur Skúlason)
9. bekkur - Haraldur Bolli Heimisson (varamaður Sveinn Sigurbjörnsson)
8. bekkur - Starkaður Sigurðarson (varamaður Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir)
7. bekkur - Aron Ísak Hjálmarsson (varamaður Breki Mikael Adamsson)
6. bekkur - Telma Ósk Þórhallsdóttir (varamaður Salka Sverrisdóttir)
5. bekkur - Dagbjartur Búi Davíðsson (varamaður Hilmar Þór Hjartarson)
4. bekkur - Anton Sigurðarson (varamaður Arna Dögg Hjörvarsdóttir)
Myndir frá framboðsfundinum í má sjá hér....
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is